„Alltaf viss léttir þegar hópurinn liggur endanlega fyrir. Þetta var ekki auðvelt val og margir hlutir sem þarf að taka með í reikninginn. Ég hef trú á að þessar stelpur geti gert góða hluti í sumar,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára landsliðs kvenna við handbolta.is rétt áðan eftir að hann og Árni Stefán Guðjónsson tilkynntu landsliðshópinn sem tekur þátt í heimsmeistaramóti U18 ára landsliða sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu frá 30. júlí til 10. ágúst.
Íslenska landsliðið verður í riðli með landsliðum Svartfjallalands, Svíþjóðar og Alsír og verður fyrsti leikurinn 30. júlí á móti sænska landsliðinu.
Alls völdu Ágúst Þór og Árni Stefán 16 leikmenn til þess að taka þátt í mótinu. Einnig verða sex varamenn til taks ef þörf verður á. Æfingar hefjast 17. júlí.
HM-hópurinn
Markverðir:
Ethel Gyða Bjarnasen, HK.
Ísabella Schöbel Björnsdóttir, ÍR.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, Valur.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Embla Steindórsdóttir, HK.
Hildur Lilja Jónsdóttir, KA/Þór.
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta.
Lilja Ágústsdóttir, Lugi.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar.
Sara Dröfn Richardsdóttir, ÍBV.
Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Haukar.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss.
Til vara:
Anna María Aðalsteinsdóttir, ÍR.
Berglind Gunnarsdóttir, Valur.
Dagbjört Ýr Ólafsdóttir, ÍR.
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Selfoss.
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR.
Sigurdís Sjöfn Freysdóttir, Fjölnir/Fylkir.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Stjarnan.