KA/Þór tyllti sér í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í dag með sigri á HK í uppgjöri tveggja efstu liðanna og þeirrar einu sem ekki höfðu tapað þegar gengið var til leiks í KA-heimilinu. Frábær fyrri hálfleikur KA/Þórsliðsins lagði grunn að fjögurra marka sigri, 27:24. Níu marka munur var á liðunum þegar fyrri hálfleikur var að baki, 16:7, eftir einstefnu Akureyrarliðsins.
HK-liðið lék ekki slæman fyrri hálfleik en lét ekki slá sig alveg út af laginu. Leikmenn komu eins og grenjandi ljón til leiks í síðari hálfleik.
Munurinn var hinsvegar svo mikill að hreinlega þurfti allt að ganga upp til þess að ná í a.m.k. annað stigið. KA/Þórsliðið stóð af sér storminn og fagnaði sigri en skýrt markmið liðsins er að endurheima sæti í Olísdeildinnni á næstu leiktíð.
Ekki síst skipti stórleikur Mateu Lonach í marki KA/Þórs miklu máli. Hún fór á kostum og varði 19 skot í leiknum, 44%.
KA/Þór hefur þar með sjö stig að loknum fjórum leikjum. HK stig á eftir og þar á eftir er Afturelding sem vann Berserki í gærkvöld.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 10/6, Anna Þyrí Halldórsdóttir 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 4, Kristín A. Jóhannsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1, Telma Lísa Elmarsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 19/1, 44,2%.
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 6/2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 5, Anna Valdís Garðarsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 2, Amelía Laufey G. Miljevic 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Inga Fanney Hauksdóttir 1, Stella Jónsdóttir 1, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 1.
Varin skot: Í tölfræði HBStatz er því haldið fram að markverðir HK hafi ekki varið skot sem verður að teljast mjög ósennilegt.
Tölfræði HBStatz.