Hörður á Ísafirði hóf keppni í Olísdeild karla með sóma í kvöld þegar liðið sótti þrefalda ríkjandi meistara Vals heim í Origohöllina. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þegar leikmenn nýliðanna voru haldnir sviðskrekk þá sóttu þeir í sig veðrið í síðari hálfleik og börðust allt til loka. Valur vann með tíu marka mun 38:28, en leikmenn Harðar, þjálfari og stuðningsmenn geta borið höfuðið hátt.
Óli Björn Vilhjálmsson, fyrirliði Harðar, skoraði fyrst mark Harðar í Olísdeildinni. Mark sem hlýtur að verða sögulegt og fór vel á því að fyrirliðinn væri skráður fyrir því enda hefur Óli Björn gengið í gegnum súrt og sætt með Herði undanfarin ár.
FH og Afturelding skildu jöfn í hörkuleik í Mosfellsbæ, 25:25.
Þar með eru bæði lið komin með stig en vafalaust eru þau bæði ósátt við niðurstöðuna. Aftureldingarmenn voru sterkari framan af en FH-ingar sótt í sig veðrið í síðari hálfleik.
Úlfar Páll Monsi Þórðarson jafnaði metin, 25:25, fyrir Aftureldingu þegar 20 sekúndur voru til leiksloka. FH-ingar áttu síðustu sóknina en tókst ekki að færa sér hana í nyt.
Egill Magnússon og Ágúst Birgisson léku ekki með FH vegna meiðsla.
Einar Ingi Hrafnsson var aðeins með Aftureldingu fyrstu fimm mínútur leiksins. Hann fékk beint rautt spjald og mátti sitja á meðal áhorfenda það sem eftir lifði leiks á afmælisdaginn.
Leikir kvöldsins
Valur – Hörður 38:28 (22:9).
Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 5, Aron Dagur Pálsson 5, Finnur Ingi Stefánsson 4, Vignir Stefánsson 4, Stiven Tobar Valencia 4, Bergur Elí Rúnarsson 4, Tjörvi Týr Gíslason 2, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2.
Varin skot: Sakari Motoki 17.
Mörk Harðar: Óli Björn Vilhjálmsson 4, Suguru Hikawa 4, Jón Ómar Gíslason 4, Tadeo Ullises Salduna 3, Sudario Eiður Carneiro 3, Endjis Kusners 3, Noah Virgil Bardlou 3, Victor Marnuel Iturrino 2, Ásgeir Óli Kristjánsson 1, Þráinn Ágúst Arnaldsson 1.
Varin skot: Roland Lebedevs 13.
Afturelding – FH 25:25 (14:11).
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 7, Þorsteinn Leó Gunnarsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Pétur Júníusson 2, Birkir Benediktsson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 2.
Varin skot: Jovan Kukobat 7, Brynjar Vignir Sigurjónsson 2.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10, Jóhannes Berg Andrason 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Jón Bjarni Ólafsson 1, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Phil Döhler 13, Axel Hreinn Hilmisson 4.
Staðan í Olísdeildinni og næstu leikir.
handbolti.is nýtur ekki opinbers rekstrarstuðnings.
Handbolti.is fylgdist með leikjum kvöldsins á leikjavakt.