- Auglýsing -
Deildarmeistarar Skara HF eru komnir með annan fótinn í undanúrslit í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir annan sigur á Kristianstad HK, 37:24, í Kristianstad í kvöld.
Þriðja viðureign liðanna verður í Skara á sunnudagskvöldið og með sigri heimaliðsins í þeim leik tryggir liðið sér sæti í undanúrslitum.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar fyrir Skara í leiknum í kvöld. Skara var níu mörkum yfir í hálfleik, 20:11. Emilie Holst Firgaard átti stórleik í marki Skara. Hún varði 23 skot, 50%. Melanie Felber var markahæst með 11 mörk.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad og Berta Rut Harðardóttir skoraði tvisvar.
- Auglýsing -