- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldís, Jóhanna og samherjar mæta Sävehof í oddaleik í undanúrslitum

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir leikmenn Skara HF. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Skara HF knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvíginu við IK Sävehof um sænska meistaratitilinn í kvöld með fjögurra marka sigri á heimavelli, 34:30. Hvort lið hefur þar með unnið tvo leiki í einvíginu. Skara hefur svo sannarlega komið á óvart en liðið hafnaði í sjötta sæti deildarinnar en Sävehof varð deildarmeistari í vor og sænskur meistari á síðasta ári.

Úrslitaleikur á fimmtudaginn

Úrslitaleikurinn fer fram í Partille á fimmtudaginn. Sigurliðið leikur til úrslita um meistaratitilinn við Önnereds sem lagði Skuru, 3:1, í leikjum talið í hinni rimmu undanúrslita.

Íslensku handknattleikskonurnar, Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir stóðu svo sannarlega fyrir sínu að vanda. Aldís Ásta stýrði sóknarleiknum af festu og skoraði einnig fimm mörk. Jóhanna Margrét skoraði tvisvar sinnum.

Liðlega 1.000 áhorfendur

Eftir 17 marka tap í Partille, 41:24, í þriðja leiknum bitu leikmenn Skara HF hressilega frá sér í kvöld fyrir framan liðlega 1.000 áhorfendur í litlu keppnishöllinni í Skara. Liðið vann sanngjarnan sigur eftir að hafa verið með tögl og hagldir frá byrjun, m.a. munaði tveimur mörkum í hálfleik, 16:14.

Skara HF vann fyrsta leikinn í rimmunni í Partille með eins marks mun. Tapaði öðrum leiknum naumlega á heimavelli.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -