- Auglýsing -
Svíþjóðarmeistarar Skara HF færðist upp í annað til þriðja sæti úrvalsdeildar í kvöld eftir níu marka sigur á Kristianstad HK, 34:25, í viðureign liðanna sem fram fór í Kristianstad. Skara hefur 10 stig eins og Önnereds sem vann Skövde, 25:18 í kvöld. IK Sävehof er efst með 12 stig þegar sjö umferðum er svo gott sem lokið.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði þrjú mörk í sex skotum fyrir Skara-liðið og gaf tvær stoðsendingar. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði einu sinni. Hún gaf auk þess eina stoðsendingu.
Berta Rut Harðardóttir komst ekki á blað fyrir Kristianstad í kvöld. Kristianstad er í níunda sæti með fimm stig en 12 lið eiga sæti í deildinni.
- Stöðuna í sænsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -




