- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aldrei í hættu hjá Þorsteini – Montpellier bíður í átta liða úrslitum

Þorsteinn Leó Gunnarsson stórskytta hjá Porto og landsliðsmaður í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í FC Porto eru komnir í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik þrátt fyrir tap í Toulouse í Frakklandi, 30:28, í kvöld. Porto, sem vann heimaleikinn við Toulouse með sjö marka mun, 35:28, fer áfram með samanlagt fimm marka mun, 63:58.


FC Porto mætir öðru frönsku liði, Montpellier, í átta liða úrslitum 22. og 29. apríl. Fyrri viðureignin verður í Portúgal. Dagur Gautason leikur með Montpellier sem komst beint í átta liða úrslit með því að vinna sinn riðil í riðlakeppni 16-liða úrslita.

Þorsteinn Leó skoraði tvö mörk í Frakklandi í kvöld. Leikmenn Porto náðu að halda aftur af Toulouse-liðinu allan leiktímann í kvöld.

Viðureignir í átta liða úrslitum Evrópudeldar karla:
GOG – Flensburg.
Limoges – THW Kiel.
MT Melsungen – Bidasoa Irún.
FC Porto – Montpellier.
-Átta liða úrslit verða leikin 22. og 29. apríl.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -