Alexander Petersson aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Lettlands fagnaði sigri á breska landsliðinu í fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Nottingham í kvöld, 35:27. Síðari viðureignin fer fram í Jelgava í Lettlandi á sunnudaginn. Samanlagður sigurvegari viðureignanna tveggja kemst í riðlakeppni undankeppni EM sem hefst í haust.
Alexander er aðstoðarþjálfari lettneska landsliðsins sem stendur vel að vígi eftir sigurinn í kvöld. Lettar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.
Endijs Kusners leikmaður Harðar á Ísafirði var einn þriggja markahæstu leikmanna Lettlands í leiknum með sjö mörk.
Í sömu keppni unnu Tyrkir liðsmenn búlgarska landsliðsins, 37:35, í Shumen í Búlgaríu.
Í þriðja leik kvöldsins unnu Eistlendingar landslið Kýpur, 31:27, á Nikósíu.




