Alexander Petersson fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í handknattleik hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna. Þetta kemur frá á Facebook-síðu handknattleikdeildar Vals. Alexander var þakkað fyrir framlag sitt til félagsins á lokahófi deildarinnar á dögunum ásamt Hildigunni Einarsdóttur og Sigríði Hauksdóttur sem tekið hafa sömu ákvörðun og handbolti.is áður sagt frá.
Alexander hætti í atvinnumennsku 2022 eftir 19 ára feril ytra. Hann var þá einn leikjahæsti leikmaður þýsku Bundeslígunnar. Eftir eins árs hlé samdi hann, mörgum að óvörum, við Val sumarið 2023 og varð Evrópubikarmeistari með liði félagsins vorið 2023. Á síðustu leiktíð var Alexander, sem verður 45 ára á næstunni, töluvert frá keppni vegna meiðsla.
Alexander lék 186 landsleiki á árunum 2004–2021 og skoraði 725 mörk. Hann var kjörinn Íþróttamaður ársins á Íslandi 2010.