Rhein-Neckar Löwen færðist upp í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í dag með stórsigri á botnliði Coburg, 39:24, á heimavelli í síðasta leik liðanna á þessu ári. Löwen hafði yfirburði í leiknum frá upphafi til enda og hafði m.a. 11 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 19:8.
Alexander Petersson skoraði fimm mörk Löwen-liðsins í sjö skotum og átti auk þess tvær stoðsendingar. Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk í tveimur skotum auk þess að vera allt í öllu í vörninni lengst af. Ými Erni var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.
Florian Billek var markahæstur hjá Coburg með sjö mörk. Uwe Gensheimer var markahæstur hjá Löwen eins og stundum áður með sjö mörk. Alexander og Patrick Groetzki voru næstir með fimm mörk hvor.
Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli í fyrir Füchse Berlin, 29:23. Berlínarrefirnir sýndu litla miskunn í leiknum og voru m.a. fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11.
Bjarki Már stóð fyrir sínu og skoraði fimm mörk úr átta skotum og nýtti eina vítakastið sem hann tók að þessu sinni. Lukas Zerbe var markahæstu hjá Lemgo með sex mörk. Jacob Holm skoraði átta mörk fyrir Berlínarliðið.
Aðrir leikir í dag:
Leipzig – Flensburg 24:29.
Essen – Wetzlar 29:36.
Þar með hefur verið gert hlé á keppni í þýsku 1. deildinni fram til loka janúar vegna heimsmeistaramótsins í Egyptalandi.
Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 25(14), Rhein-Neckar Löwen 23(15), Kiel 22(12), Füchse Berlin 21(13), Magdeburg 19(14), Leipzig 17(15), Wetzlar 17(16), Bergischer 16(15), Göppingen 15(14), Stuttgart 15(15), Lemgo 15(16), Hannover-Burgdorf 14(15), Melsungen 13(10), Erlangen 13(15), GWD Minden 10(12), Nordhorn 8(15), Balingen-Weilstetten 7(15), Ludwigshafen 6(15), Essen 5(13), Coburg 3(15).