- Auglýsing -

Alexander ráðinn í þjálfarateymi Lettlands

- Auglýsing -


Alexander Peterson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Lettlands í handknattleik. Tilkynnt var um ráðningu Alexanders í morgun samhliða því að Margot Valkovskis tók að sér að vera aðalþjálfari landsliðsins. Andris Molotanovs verður þriðja hjólið í þjálfarateyminu sem markvarðaþjálfari.

Þetta verður fyrsta stóra starf Alexanders í þjálfun en hann er þrautreyndur handknattleiksmaður og landsliðsmaður Íslands og einn silfurdrengjanna frá Beijing 2008.


Alexander er fæddur í Lettlandi en kom til hingað til lands seint á tíunda áratug síðustu aldar. Þá hafði hann leikið bæði með yngri og eldri landsliðum Lettlands.

Alexander lagði keppnisskóna endanlega á hilluna í vor eftir langan og afar farsælan feril með Gróttu/KR, Val og Düsseldorf, Füchse Berlin, Rhein-Neckar Löwen og MT Melsungen auk 186 landsleikja fyrir Ísland á árinum 2004–2021 sem hann skoraði í 725 mörk. Alexander var kjörinn Íþróttamaður ársins á Íslandi 2010.

Valkovskis landsliðsþjálfari hefur árum saman búið í Þýskalandi og er um þessar mundir þjálfari yngri liða HSC 2000 Coburg. Tveir synir hans leika með þýska félaginu auk þess að hafa átt sæti í A-landsliðinu.

Fyrsta verkefni Alexanders, Valkovskis og Molotanovs verður þátttaka landsliðs Lettlands í forkeppni HM 2027 gegn Lúxemborg í byrjun nóvember. Báðir leikir verða háðir í Lúxemborg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -