- Auglýsing -
Alexander Petersson leikur undir stjórn Guðmundur Þórðar Guðmundsson, landsliðsþjálfara, hjá þýska liðinu MT Melsungen á næsta keppnistímabili. Vefmiðillinn handball.leaks greinir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir þessu.
Alexander gekk til liðs við Flensburg í lok janúar og gerði þá samning til loka keppnistímabilsins. Hann er þar með laus mála í sumar. Hermt er að samningur Alexanders, sem verður 41 árs í sumar, sé til eins árs.
MT Melsungen hefur tilkynnt að það muni greina frá samningi við nýjan leikmann klukkan 17 í dag. Talið er fullvíst að um sé að ræða samning við Alexander.
- Auglýsing -