Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær í stórsigri íslenska landsliðsins á ísraelska landsliðinu í gærkvöld í fyrri umspilsleiknum um sæti á heimsmeistaramótinu, 39:27.
Alfa Brá lét sér ekki nægja að skora eitt mark heldur þrjú á þeim tíma sem hún fékk að spreyta sig í síðari hálfleik.
Leikurinn í gær var fimmti A-landsleikur Ölfu Brár. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik í Cheb í Tékklandi í lok september á síðasta.

Ein af fleirum
Alfa Brá, sem leikur með Fram, var í yngri landsliðum Íslands í handknattleik sem náði frábærum árangri á síðustu árum. Nokkrir leikmenn þeirra liða hafa verið að koma inn í A-landsliðið undanfarin misseri, m.a. Elín Klara Þorkelsdóttir, Inga Dís Jóhannsdóttir, Katrín Anna Ásmundsdóttir og Lilja Ágústsdóttir auk Ölfu.