- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð hefur valið Egyptlandsfara

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/DHB
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, tilkynnti í morgun hvaða 20 leikmenn hann hyggst hefja æfingar með og væntanlega í framhaldinu tefla fram á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptlandi frá 13. – 31. janúar. Nokkrir sterkir leikmenn verða fjarri góðu gamni, ýmist vegna meiðsla eða af persónulegum ástæðum, eins og komið hefur fram á síðustu dögunum. Þeir eru: Franz Semper, Tim Suton, Fabian Wiede, Steffen Weinhold, Patrick Wiencek, Hendrik Pekeler og Finn Lemke.

Átján ára aldursmunur er á elsta og yngsta leikmanni liðsins. Markvörðurinn Johannes Bitter elstur, 38 ára en Juri Knorr er yngstur. Hann stendur á tvítugu. Sebastian Firnhaber and Antonio Metzner leikmenn Erlangen eru nú valdir í þýska liðið í fyrsta sinn.

Fyrir heimsmeistaramótið leikur þýska landsliðið í tvígang við granna sína í Austurríki í undankeppni EM2022, 6. og 10. janúar. Fyrri leikurinn verður í Graz og síðari í Köln.


Þýska landsliðð verður í riðli með Grænhöfðaeyjum, Úrúgvæ og Ungverjalandi á HM. Leikdagar eru 15., 17. og 19. janúar.
Markverðir:
Andreas Wolff, KS Vive Kielce
Johannes Bitter, TVB Stuttgart
Silvio Heinevetter, MT Melsungen
Vinstra horn:
Marcel Schiller, Frisch Auf Göppingen
Uwe Gensheimer, Rhein-Neckar Löwen
Vinstri skyttur:
Fabian Böhm, TSV Hannover-Burgdorf
Julius Kühn, MT Melsungen
Christian Dissinger, Vardar Skopje
Paul Drux, Füchse Berlin
Miðjumenn:
Marian Michalczik, Füchse Berlin
Philipp Weber, SC DHfK Leipzig
Juri Knorr, GWD Minden
Skyttur hægra megin:
Kai Häfner, MT Melsungen
David Schmidt, Bergischer HC
Antonio Metzner, HC Erlangen
Hægra horn:
Tobias Reichmann, MT Melsungen
Timo Kastening, MT Melsungen
Línumenn:
Johannes Golla, SG Flensburg-Handewitt
Jannik Kohlbacher, Rhein-Neckar Löwen
Sebastian Firnhaber HC Erlangen

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -