- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð hefur valið EM-hóp Þjóðverja

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla hefur varpað hulunni af nöfnum þeirra leikmanna sem hann ætlar að tefla fram á Evrópumótinu sem fram fer í Þýskalandi í næsta mánuði.

Nítján leikmenn eru í hópnum, þar af tveir markverðir. Annar þeirra er David Späth sem var aðalmarkvörður þýska landsliðsins sem varð heimsmeistari 21 árs landsliða í sumar.


Fyrsti leikur þýska landsliðsins verður 10. janúar gegn Sviss MERKUR Spiel-Arena knattspyrnuvellinum í Düsseldorf að viðstöddum 50 þúsund áhorfendum sem verður áhorfendamet á handboltaleik.

Næstu tveir leikir þýska landsliðsins verða í Mercedes-Benz Arena 14. janúar gegn Norður Makedóníu og tveimur dögum síðar á sama stað við Frakka.

Takist íslenska landsliðinu að komast í milliriðlakeppni EM mætir það þýska landsliðinu í Lanxess-Arena í Köln, einnig að því tilskyldu að þýska landsliðið nái einnig í milliriðlakeppnina.

Þýski EM-hópurinn

Markverðir:
David Späth, Rhein-Neckar Löwen.
Andreas Wolff, Industira Kielce.
Aðrir leikmenn:
Rune Dahmke, THW Kiel.
Lukas Mertens, SC Magdeburg.
Patrick Groetzki, Rhein-Neckar Löwen.
Timo Kastening, MT Melsungen.
Martin Hanner, TSV Hannover-Burgdorf.
Sebastian Heymann, Göppingen.
Julian Köster, Gummersbach.
Philip Weber, SC Magdeburg.
Juri Knorr, Rhein-Neckar Löwen.
Nils Lichtlein, Füchse Berlin.
Marian Michalczik, TSV Hannover-Burgdorf.
Renars Uscins, TSV Hannover-Burgdorf.
Kai Häfner, TVB Stuttgart.
Christoph Steinert, HC Erlangen.
Johannes Golla, SG Flensburg.
Justus Fischer, TSV Hannover-Burgdorf.
Jannick Kohlbacher, Rhein-Neckar Löwen.

Met sett á EM – 50 þúsund áhorfendur í Düsseldorf

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -