- Auglýsing -
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla var heiðraður í gærkvöld þegar viðurkenningar á Die German Handball Awards 2021 fóru fram en þá var lýst niðurstöðu í kjöri í ýmsum flokkum á handknattleiksfólki sem skaraði fram úr á síðasta ári. Alfreð hlaut nafnbótina handboltapersóna ársins, Handball-Persönlichkeit.
Við útnefninguna, sem fram fór á netinu að þessu sinni, ávarpaði Ólafur Stefánsson sinn gamla læriföður. Þakkaði hann Alfreð kærlega fyrir liðna tíð og fyrir að hafa átt þátt í koma sér úr því að vera góður handboltamaður upp í að verða mjög góður. Ólafur lauk stuttu ávarpi sínu með því að vitna í Hávamál.
Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.
Rak umsjónarmann útsendingar í vörðurnar við ávarp Ólafs enda sagðist hann ekkert kunna í íslensku.
Hægt er að sjá útsendinguna neðst í frétt handball-world. Ávarp Ólafs hefst á um 42. mínútu. Eftir það tekur við stutt viðtal við Alfreð.
- Auglýsing -