- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð hugsar bara um einn leik í einu

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/DHB
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, segist ekki vita hvað geti talist raunhæft markmið fyrir þýska landsliðið á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Egyptalandi en Alfreð er í hressilegu viðtali við akureyri.net í dag.


„Við gefum að minnsta kosti ekkert út um það! Við hugsum bara um einn leik í einu og sjáum svo til. Þótt okkur vanti marga erum við með mjög gott lið þótt það sé ungt; varnarlega er liðið að vísu dálítið brothætt en við erum með frábæra markmenn og sóknarlega erum við allt í lagi,“ segir Alfreð í fyrrgreindu viðtali.


Hann eins og aðrir þjálfarar renna blint í sjóinn á mótinu þar sem bæði hefur ekki verið hægt að æfa eins mikið og oft á undanförnum vikum og mánuðum og æskilegt væri. Þess vegna hafi ekki verið hægt að koma þeim hugmyndum að leikaðferðum að hjá þýska liðinu og hann hefði viljað.


Til viðbótar þá vantar hóp af sterkum leikmönnum í þýska liðið sem ýmist eru meiddir eða gáfu ekki kost á sér af persónulegum ástæðum vegna veirufaraldursins. Alfreð segist að sjálfsögðu virða ákvarðanir leikmanna að gefa ekki kost á sér í landsliðið við þessar aðstæður. „Þetta er því mjög skiljanlegt og hreinlega ekkert við því að segja á svona sérstökum tímum,“ segir Alfreð Gíslason í samtali við akureyri.net en viðtalið í heild er hægt að nálgast hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -