- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð og félagar stigu stórt skref að átta liða úrslitum

Alfreð Gíslason og þýska landsliðið hafa gert það gott til þessa á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, steig stórt skref í áttina að sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld með stórsigri á Argentínu, 39:19, í Katowice í Póllandi í fyrstu umferð milliriðils þrjú.

Þýska landsliðið kom með fjögur stig inn í milliriðilinn og er nú með sex stig og þarf helst sigur annað hvort gegn Hollendingum í næstu umferð á norska landsliðinu í mánudagskvöld til þess að ná inn í átta liða úrslitin. Þetta var fjórði sigur Þjóðverja í mótinu og ríkir afar mikil ánægja heimafyrir með leik liðsins og árangur þess og er Alfreð hælt á hvert reipi.


Þýska liðið var mikið sterkara í leiknum í dag. Argentínumenn komust hvorki lönd né strönd. Munurinn var orðinn 13 mörk eftir fyrri hálfleik, 24:11. Alfreð Gíslason gat þar með dreift álaginu vel á milli leikmanna sinna í síðari hálfleik án þess að það kæmi niður á yfirburðum liðsins.


Mörk Þýskalands: Johannes Golla 5, Lukas Mertens 5, Patrick Groetzki 5, Luca Witzke 4, Juri Knorr 4, Rune Dahmke 3, Djibril Mbengue 3, Jannik Kohlbacher 3, Christoph Steinert 3, Julian Koster 1, Philipp Weber 1, Kai Hafner 1, Paul Drux 1.
Mörk Argentínu: Pedro Martinez Cami 5, Pablo Simonet 4, Diego Simonet 2, Francisco Andres Lombardi 2, Franco Daniel Gavidia 2, Lucas Dario Moscariello 1, Ignacio Pizarro 1, Ramiro Martinez 1, James Lewis Parker 1.

Hollendingar unnu

Fyrri í dag vann hollenska landsliðið sigur á Katarbúum, 32:30, í fyrstu viðureigninni í Katowice. Hollendingar eru tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Vonir Katara um sæti átta liða úrslitum eru roknar út í veður og vind.


Mörk Katar: Ahmad Madadi 11, Youssef Ali 5, Jovan Gacevic 5, Abdelrahman Tarek Abdalla 3, Ameen Zakkar 3, Eldar Memisevic 1, Moustafa Heiba 1, Ebrahim Shebl Ebaid 1.
Mörk Hollands: Kay Smits 8, Rutger Ten Velde 8, Niels Versteijnen 6, Samir Benghanem 4, Dani Baijens 3, Luc Steins 2, Rob Schmeits 1.


Serbar og Norðmenn mætast í síðasta leik 1. umferðar í milliriðli þrjú klukkan 19.30.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -