- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Alfreð og Þjóðverjar eru með bakið upp við vegg

- Auglýsing -

Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu eru komnir í töluverðan vanda á Evrópumótinu í handknattleik karla eftir tap, 30:27, fyrir Serbíu í annarri umferð riðlakeppninnar í Jyske Bank Boxen í Danmörku í gær. Þjóðverjar verða að vinna Spánverja á mánudagskvöld með þriggja marka mun til þess að fara áfram, að öðrum kosti sitja þeir eftir og Serbar og Spánverjar halda áfram keppni. Reyndar verða Serbar einnig að vinna Austurríki sem tapað hafa tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni, fyrir Þýskalandi og Spáni.


Alfreð gerði þau mistök þegar rúmar tvær mínútur voru eftir að leiknum við Serba að taka leikhlé í þann mund sem leikmaður hans, Juri Knorr, var í þann mund að jafna metin, 26:26. Mistökin reyndust þýska liðinu dýr þegar upp var staðið. Alfreð viðurkenndi mistök sín og Knorr gagnrýndi þjálfarann strax að leikslokum fyrir axarskaftið.

Spenna í lokaumferðinni

Ef Þýskalandi vinnur Spán í lokaumferðinni og Serbía leggur Austurríki verða Serbía, Spánn og Þýskaland jöfn að stigum. Markatalan í innbyrðis leikjum Spánar, Serbíu og Þýskalands munu þar með ráða því hvert liðanna þriggja halda áfram. Sem stendur er Þýskaland lakast af liðununum þremur. Spánn er með tvö mörk í plús eftir tveggja marka sigur á Serbum. Serbar eru með eitt mark í plús, þriggja marka sigur á Þýskalandi og tveggja marka tap fyrir Spáni. Þýskaland er með þrjú mörk í mínus eftir tapið í gær en getur rétt stöðu sína með a.m.k. þriggja marka sigri gegn Spáni á mánudagskvöld.

Skoruðu 10 mörk í síðari hálfleik

Burt séð frá mistökunum þá lék þýska liðið illa í síðari hálfleik. Það var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17:13, en náði aðeins að skora 10 mörk í síðari hálfleik. Sóknarleikurinn var óvandaður. Serbar gengu á lagið og kættust skiljanlega mjög í leikslok.

EM karla 2026 – úrslit, staðan og leiktímar

EM 2026.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -