- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alfreð stefnir á undanúrslit á ÓL með ungt lið

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla stefnir órauður á undanúrslit í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna. Til þess verður allt að ganga upp og m.a. er ljóst að þýska liðið þarf a.m.k. að leggja þrjú stórlið á leiðinni í undanúrslit. Þýskaland verður í riðli með landsliðum Spánar, Króatíu, Svíþjóðar, Slóveníu og Japans. Eftir riðlakeppnina tekur við krossspil í átta liða úrslitum.

„Við erum með afar ungt lið, það yngsta af öllum á leikunum. Engu að síður vonumst við til þess að ná í undanúrslit. Til þess verðum við að vinna þrjá mjög sterka andstæðinga,“ segir Alfreð í samtali við þýska fjölmiðla og bætir við að til að ná öðru af tveimur efstu sætum riðilsins verða flest að ganga upp.

Undirbúningur þýska landsliðsins fyrir leikana hófst fyrir viku. Reiknað er með að Alfreð tilkynni á morgun hvaða 14 leikmenn hann ætlar að tefla fram á leikunum auk þriggja varamanna sem verða til taks.

Þjóðverjar mæta Frökkum í vináttuleik í Westfalenhalle í Dortmund 13. júlí. Um viku síðar, 19. og 20. júlí tekur þýska liðið þátt í þriggja liða móti í Stuttgart með Ungverjum og Japönum.

Alls taka 12 landslið þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleikana. Þeim er skipt niður í tvo riðla. Sami háttur er á í kvennaflokki.

Handknattleikskeppni Ólympíuleikana 2024.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -