- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir eru að gera sitt besta til að vera klárir í bátana

Sigursteinn Arndal þjálfari FH. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Sigursteinn Arndal þjálfari FH reiknar með að stilla upp sínu allra sterkasta liði gegn Gummersbach í annarri umferð Evrópudeildarinnar í Kaplakriki í kvöld á 95 ára afmæli félagsins.

„Ég get fullvissað fólk um að allir eru að gera sitt besta til þess að verða klárir í bátana,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði í samtali við handbolta.is enda er framundan eftirminnilegur hátíðisdagur í Kaplakrika sem enginn vill missa af, hvorki leikmenn né stuðningsmenn.

Viðureign FH og Gummersbach hefst klukkan 20.30 í kvöld og verður hápunktur 95 ára afmælisdags Fimleikafélags Hafnarfjarðar. 
Klukkan 18.15 byrjar fyrri stórleikurinn í veislunni, leikur Vals og Porto sem einnig er hluti af riðlakeppni Evrópudeildar.
- Miðasala á handboltaveisluna í Kaplakrika í dag, þriðjudag, er á stubb.is – smellið hér.

Aron Pálmarsson verður m.a. með en hann hefur verið utan liðsins í þremur síðustu viðureignum vegna meiðsla í hné. Ólafur Gústafsson er kominn á ról á ný eftir meiðsli og aðgerð. Hann tók þátt í sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu gegn Fjölni á laugardaginn.

Einnig verður Ásbjörn Friðriksson í FH-liðinu í kvöld en hann var utan liðsins vegna meiðsla þegar FH sótti Fenix Toulouse í Evrópudeildinni fyrir viku.

F.v.: Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals, Sigursteinn Arndal þjálfari FH, Jóhann Alfreð fundarstjóri, Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach sátu fyrir svörum í Kaplakrika upp úr hádeginu í gær. Mynd/Ívar

Fyrir dyrum stendur ærið verkefni

„Eins og öll verkefni í þessari keppni þá er það ærið. Fyrir dyrum stendur að taka á móti stórkostlegu liði Gummersbach. Við ætlum okkur að vera með í keppninni og þekkjum við það vel hvers við erum megnugir í Krikanum þegar hann er fullskipaður áhorfendum. Við munum keyra á ákveðið stolt,“ sagði Sigursteinn sem vitanlega hefur legið yfir Gummersbach-liðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson hefur þjálfað með frábærum árangri undanfarin fjögur ár.

Búið er að leggja keppnisdúkinn í Kaplakrika. Mynd/Ívar

Auk Guðjóns Vals verður Elliði Snær Viðarsson í eldlínunni með þýska liðinu á dúknum sem lagður hefur verið á gólfið í Kaplakrika. Teitur Örn Einarsson verður því miður á meðal áhorfenda en hann er meiddur.

Spurður hvort hann meti Gummersbach sterkara lið en Toulouse sagði Sigursteinn geta svarað því eftir leikinn í kvöld. „Gummersbach er frábært lið sem hefur verið á mikilli siglingu undir stjórn Guðjóns Vals sem hefur unnið frábært starf. Það verður gaman að fá tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH í samtali við handbolta.is.

Evrópukeppni félagsliða – fréttasíða.

Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 1. umferð, úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -