- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir sterkustu leikmenn Færeyinga mæta Íslendingum

Færeyska landsliðið sem tryggði sér keppnisrétt á EM í fyrsta sin í vor. Mynd/Færeyska handknattleikssambandið, Facebook
- Auglýsing -

Peter Bredsdorff-Larsen og Julian Johansen þjálfarar færeyska karlalandsliðsins hafa valið 20 leikmenn til æfinga og síðan til tveggja vináttuleikja við íslenska landsliðið í Laugardalshöll 3. og 4. nóvember.

Allir öflugustu leikmenn Færeyinga eru í hópnum en þeir taka þátt í Evrópumótinu í handknattleik í Þýskalandi í janúar, eins og íslenska liðið. Leikirnir eru liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir EM og verða jafnframt þeir fyrstu hjá íslenska landsliðinu undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara og Arnórs Atlasonar aðstoðarþjálfara.


Þekktustu leikmenn færeyska landsliðsins eru Elias Ellefsen á Skipagøtu leikmaður þýska meistaraliðsins THW Kiel, frændi hans Óli Mittún, og örvhenti hornamaðurinn Hákun West av Teigum. Hann leikur með Füchse Berlin, efsta liði þýsku 1. deildarinnar um þessar mundir.

Fjórir leikmenn færeyska landsliðsins þekkja vel til hér á landi eftir að hafa leikið með íslenskum félagsliðum. Allan Norðberg leikmaður Vals, Vilhelm Poulsen fyrrverandi leikmaður Fram, Nicholas Satchwell sem lék um árabil í marki KA og línumaðurinn Pætur Mikkjalsson sem var í skamman tíma með KA tímabilið 2021/2022.

Færeyska landsliðið

Markverðir:
Nicholas Satchwell, TIF Viking Bergen.
Pauli Jacobsen, HØJ.
Aðrir leikmenn:
Ísak Vedelsbøl, H71.
Teis Horn Rasmussen, Århus HC.
Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand.
Pætur Mikkjalsson, Hallby.
Leivur Mortensen, Frederiksberg IF.
Rói Berg Hansen, HØJ.
Hákun West av Teigum, Füchse Berlin.
Allan Norðberg, Val.
Peter Krogh, Århus HC.
Kjartan Johansen, Bækkelaget.
Vilhelm Poulsen, Lemvig-Thyborøn.
Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel.
Óli Mittún, IK Sävehof.
Rói Ellefsen á Skipagøtu, Hallby.
Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF.
Pauli Mittún, Team Sydhavsøerne.
Bjarni í Selvindi, Kristiansand.
Tróndur Mikkelsen, Kristiansand.

Bjarni í Selvindi og Ísak Vedelsbøl eru nýliðar.

Færeyingar verða með á EM í fyrsta sinn en gríðarlegur uppgangur hefur verið í færeyskum handknattleik á síðustu árum. Nokkrir leikmenn úr hópnum voru í U21 árs landsliðinu sem hafnaði í 7. sæti á HM í sumar.

Færeyingar verða í D-riðli á EM í Berlin janúar ásamt landsliðum Noregs, Slóveníu og Póllands.

Fréttin birtist áður á handbolti.is 21. október sl.

Fyrri leikur Íslendinga og Færeyinga fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 3. nóvember og hefst klukkan 19.30. Síðari viðureignin verður á sama stað daginn eftir og hefst klukkan 17.30. Hægt er að kaupa aðgöngumiða á Tix.is.
Leikirnir verða einnig sendir út beint á aðalrás Sjónvarps Símans.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -