- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir sýndu bara frábæra frammistöðu

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég vil hrósa strákunum fyrir að missa ekki móðinn. Það kom kafli í leikinn þar sem það hefði getað brotnað, ekki síst eftir það sem undan er gengið hjá okkur. Menn héldu bara áfram og sýndu seiglu og karakter sem skilaði heilsteyptum leik og frábærum sigri,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik eftir sigurinn á Króötum á Evrópumótinu í handknattleik karla í Köln í dag, 35:30.

„Það rétt að hrósa strákunum fyrir það. Því þegar hoggið er í menn þá er ekkert auðvelt að koma til baka. Allir sýndu bara frábæra frammistöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn ennfremur.

„Sóknarleikurinn var framhald að síðari hálfleik gegn Frökkum. Í vörninni kom Einar Þorsteinn með góða innkomu, Arnar Freyr var frábær í vörninni en var óheppinn í nokkrum færum í sókninni. Það er gott að fyrir mig sem þjálfara að sjá fleiri taka af skarið. Við misstum Gísla Þorgeir út af meiddan í fyrri hálfleik og Ýmir Örn fékk rautt spjald eftir tíu mínútu. Til viðbótar eru Janus og Ómar veikir. Það gekk ýmislegt á,“ sagði Snorri Steinn.

„Það var mikið í húfi og mikið undir. Á sama tíma megum við ekki fara fram úr okkur. Ennþá er einn leikur eftir. Eftir þunga daga þá mega menn aðeins njóta sigursins. Eins og það er mitt hlutverk að rífa menn upp þá verð ég líka að halda þeim réttu megin við línuna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í Lanxess Arena í dag.

Hljóðritað viðtal við Snorra Stein er að finna hér fyrir neðan.

Eins og fuglinn Fönix reis landsliðið upp á ögurstund

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – milliriðlar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -