- Auglýsing -
Karlalið ÍR í handknattleik mætti á sína fyrstu innanhússæfingu í nærri þrjár vikur í gærkvöld. Í fyrradag fengu meistaraflokkar heimild til æfinga á nýjan leik með ströngum skilyrðum þó. ÍR-ingar fóru eftir öllum reglum og voru hinir kátustu að geta tekið upp þráðinn á ný um leið og þeir vona að aðeins verði liðkað meira til eftir helgina.
Hér má sjá stutt myndskeið sem ÍR-ingar sendu frá sér af æfingunni í gærkvöld.
- Auglýsing -