- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt hefði orðið vit­laust ef þetta hefði gerst í karla­leik

Britney Cots leikmaður FH í leik gegn Haukum í haust. Mynd/FH - Brynja Trausta
- Auglýsing -

Britney Cots, leikmaður FH og landsliðskona Senegal, telur sig ekki njóta sanngirni meðal dómara hér á landi. Cots er í ítarlegu viðtali við mbl.is þar sem hún rekur nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Framkoma í hennar garð hafi síst batnað eftir að hún varð fyrir því óláni að hönd hennar slóst í höfuð og auga Steinunnar Björnsdóttir, leikmanns Fram, í kappleik í Olísdeildinni í síðari hluta janúar.


Cots segir m.a. að í næsta leik á eftir hafi Sigurður Bragason þjálfari ÍBV ýtt við henni þegar hún hugðist biðja leikmann ÍBV afsökunar eftir að þær rákust saman í viðureign FH og ÍBV í Kaplakrika. Annar dómari leiksins hafi staðið nærri atvikinu. Það hafi ekki átt að fara framhjá honum. Dómarinn hafi hinsvegar ekki séð neitt athugavert. „Það hefði allt orðið vit­laust ef þetta hefði gerst í karla­leik,“ segir Cots í fyrrgreindu viðtali mbl.is.

Upptaka af umræddu atviki:


Cots segir stjórnendur FH hafa sett sig í samband við HSÍ vegna atviksins og enn sem komið er, tveimur vikum seinna, hafi eina svarið verið þögnin.

Hún nefnir fleiri dæmi frá þessari leiktíð og frá í fyrra. „Í einu at­viki var ég tek­in úr um­ferð og svo var brotið aug­ljós­lega á mér og ekk­ert var dæmt svo strax í kjöl­farið í hraðaupp­hlaupi fékk ég dæmd­ar tvær mín­út­ur á mig þegar ég var ekki ná­lægt nein­um. Dóm­ar­inn ætlaði að gefa liðsfé­laga mín­um tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dóna­legt og ósann­gjarnt,“ segir Cots og bætir við síðar í sama viðtali.


„Mér líður mjög vel á Íslandi og ég er búin að vinna á sama stað síðan ég kom hingað fyrst, en inn á vell­in­um hef­ur þetta stund­um verið skrítið. Í fyrra fékk ég t.d. rautt spjald í sókn þegar ég gerði ekki neitt. Það hafa verið hlut­ir hér og þar sem hafa verið mjög skrítn­ir. Jakob Lárus­son, sem var þjálf­ar­inn okk­ar í byrj­un tíma­bils­ins, reyndi að vekja at­hygli á þessu. Hann var sam­mála því að ég fékk ósann­gjarna meðferð frá dómur­un­um,“ sagði Cots sem útilokar ekki að framkoman gagnvart henni sé af þeirri ástæðu að hún sé útlendingur.


Cots vill hrósa Steinunni fyrir framkomu sína og viðbrögð við atvikinu í viðureign Fram og FH. „Hún hef­ur verið virki­lega góð og al­menni­leg. Við höf­um talað reglu­lega sam­an eft­ir þetta og hún tók þessu rosa­lega vel,“ sagði Brit­ney Cots.

Viðtalið á mbl.is í heild er hægt að nálgast hér ásamt viðtali við Jakob Lárusson þáverandi þjálfara FH sem handbolti.is átti við hann í september þar sem Jakob segir Cots alls ekki njóta sannmælis.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -