- Auglýsing -
Hildur Lilja Jónsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir skoruðu tvö síðustu mörk leik KA/Þórs gegn HC Gjorce Petrov frá Norður Makedóníu og tryggðu þar með jafntefli, 20:20, í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld. Lydía var öryggið uppmálað þegar hún jafnaði metin, 20:20, úr vítakasti nærri leikslokunum.
Liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu annað kvöld kl. 19.30.
KA/Þórsliðið byrjaði vel og var yfir, 5:3, eftir 12 mínútur. Eftir það kom langur kafli með fáum mörkum hjá heimaliðinu sem var fjórum mörkum undir í hálfleik, 11:7. Leikmenn HC Gjorce Petrov voru öflugri framan af síðari hálfleik. Forskot liðsins var þrjú mörk, 16:13, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Hið unga lið KA/Þórs lagði ekki árar í bát og tókst að jafna metin áður en leiktíminn var úti. Það er þar með allt í járnum fyrir síðari leikinn annað kvöld.
Talsverður hiti var í leiknum og meiddust Anna Þyrí Halldórsdóttir og Hrafnhildur Irma Jónsdóttir, eftir því sem næst verður komist. Óvíst er hvort þær verða klárar í slaginn á morgun.
Mörk KA/Þórs: Hildur Lilja Jónsdóttir 5, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Nathalia Soares Balina 3, Telma Lísa Elmarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 18/2.
Tölfræði leiksins fengin að hluta hjá Vísir.is.
- Auglýsing -