- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allt sem við gerðum var þess virði eftir þennan sigur

Geir Guðmundsson og félagar í Haukum sækja Aftureldingu heim í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Okkur hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu vikur eftir að við lögðum á okkur mikla vinnu meðan sex vikna hlé var gert á keppni í deildinni. Ég ætla ekki að ljúga því að þér að það sem við gerðum á þessum tíma hafi allt verið skemmtilegt en það er svo sannarlega allt þess virði eftir leikinn í kvöld,“ sagði Geir Guðmundsson leikmaður Hauka við handbolta.is eftir að liðið vann FH, 33:29, í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla á Ásvöllum í kvöld. Haukar tryggðu sér þar með sæti í hinni eftirsóttu bikarviku í Laugardalshöll þar sem þeir leika til undanúrslita fimmtudaginn 7. mars.

Frábær vörn skóp sigurinn

„Vinnan skilaði sér í frábærri frammistöðu í kvöld. Ekki síst var frábært hversu vel við byrjuðum leikinn og einnig seinni hálfleikinn. Það var fyrst og fremst grimm vinna okkar í vörninni sem skóp þenann sæta sigur, að mínu mati,“ sagði Geir sem var næst markahæstur hjá Haukum með fimm mörk en Þráinn Orri Jónsson sem fór á kostum og Össur Haraldsson voru markahæstir með sex mörk hvor.

Skemmtilegasta helgi ársins

„Drottinn minn dýri, skemmtilegasta helgi ársins er framundan, úrslitahelgi bikarkeppninnar. Ég er himinlifandi með hafa náð þessum árangri,“ sagði Geir og tók undir að þessi árangur Hauka væri ákveðin uppreist æru fyrir liðið eftir afar skrykkjótt gengi með alskyns frammistöðu fyrir áramót.

„Við verðum að byggja á þessu fyrir næstu leiki,“ sagði Geir Guðmundsson leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is eftir leikinn á Ásvöllum í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -