- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alusovski tekur til óspilltra málanna á hjá Þór

Stevce Alusovski er sagður vera hættur hjá Þór. Mynd/Páll Jóhannesson
- Auglýsing -

Norður Makedóníumaðurinn Stevce Alusovski er mættur til starfa hjá Þór Akureyri. Í gær hitti hann leikmenn karlaliðsins, stjórn deildarinnar og unglingaráð, eftir því sem fram kemur á heimsíðu Þórs. Alusovski tekur til óspilltra málanna í dag og stýrir sinni fyrstu æfingu til undirbúnings fyrir komandi keppnistímabil.


Ráðning Alusovski vakti mikla athygli í byrjun þessa mánaðar enda er hér á ferðinni þjálfari sem stýrði stórliði Vardar Skopje síðustu tvö árin. Liðið lék m.a. í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki og vann meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn í Norður Makedóníu bæði árin undir stjórn Alusovski sem lék á sínum tíma sem leikmaður á þriðja hundrað landsleiki.


Samkvæmt óstaðfestri leikjadagskrá HSÍ verður fyrsti leikur Alusovski með Þór í Grill66-deild karla gegn ungmennaliði Vals föstudaginn 24. september í Íþróttahöllinni á Akureyri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -