- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Alveg ótrúlegt tap“

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk fyrir B-landsliðið í leiknum í kvöld. Hér er hún í hraðaupphlaupi. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Ég er svo ferlega svekkt eftir þetta tap að ég get varla talað,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, annar þjálfari B-landsliðs kvenna við handbolta.is í kvöld eftir eins marks tap fyrir Sviss, 28:27, á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í kvöld.

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir t.v. og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lengst til hægri fylgjast með leik B-liðsins. Mynd/HSÍ


„Við vorum algjörlega með leikinn í okkar höndum í 45 mínútur og komnar með sex marka forskot þegar allt fór í baklás. Vörnin fór að leka og mörg dauðfæri fóru í forgörðum. Skyndilega var svissneska liðið komið yfir. Þetta var alveg ótrúlegt tap eftir það sem á undan var gengið,“ sagði Hrafnhildur Ósk sem átti eðlilega eftir að kryfja leikinn til mergjar þegar hún var í sambandi við handbolta.is.


Þrátt fyrir tap var eitt og annað jákvætt hjá íslenska liðinu á þeim 45 mínútum sem gengu vel. Hrafnhildur sagði frammistöðu Söru Sifjar í markinu hafa verið góða og framhald af stórleik hennar í gær gegn Noregi. Sara Dögg Hjaltadóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir voru góðar og sú síðarnefnda var valinn maður leiksins.


Þriðji og síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu verður gegn Tékkum á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -