„Þetta var hörkuleikur og ég er ánægð með að hafa klárað þetta,“ sagði Katrín Tinna Jensdóttir landsliðskona í samtali við handbolta.is í Westfalenhalle í kvöld eftir sigur á færeyska landsliðinu, 33:30, í síðasta leik beggja liða á HM 2025.
„Þær gáfu ekkert eftir enda með hörkulið. Ég er mjög ánægð með okkur að hafa haldið út,“ sagði Katrín Tinna sem stóð í ströngu í vörninni og skoraði auk þess sex mörk af línunni.
„Það var mikilvægt að vinna síðasta leikinn og fara ekki stigalausar heim úr milliriðli. Við vorum ákveðnar í að fara í leikinn af fullum krafti,“ sagði Katrín Tinna.
Lengra viðtal við Katrínu Tinnu er í myndskeiði hér fyrir ofan.
Ísland lauk keppni á HM með baráttusigri á Færeyingum
Yndislegt að ljúka HM með sigri
HM kvenna ”25 – dagskrá, milliriðlar, úrslit, staðan




