Daninn Lasse Bredekjær Andersson svo gott sem skaut pólska liðinu Indurstria Kielce úr leika í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gærkvöld. Hann fór á kostum og skoraði 13 mörk í 17 markskotum þegar Füchse Berlin vann Indurstria Kielce í Póllandi, 33:27. Síðari viðureign liðanna verður í Max Schmeling-Halle í Berlín eftir viku. Ljóst er að pólska liðið mun eiga á brattann að sækja í þýsku höfuðborginni.
Andersson, sem ekki hefur átt fast sæti í danska landsliðinu, hefur leikið afar vel fyrir Füchse í vetur. Hann kórónaði þó frammistöðu sína í gær. Átti hann ekki hvað sístan þátt í að Berlínarrefirnir sneru við taflinu svo um munaði í síðari hálfleik en Kielce var með tveggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 14:12.

Sigurliðið úr rimmu Füchse Berlin og Industria Kielce leikur við danska meistaraliðið Aalborg Håndbold í átta liða úrslitum.
Auk markanna 13 sem Andersson skoraði var Tim Freihöfer atkvæðamikill hjá Berlínarliðinu með sjö mörk. Nils Lichtlein var næstur með fjögur mörk. Mathias Gidsel var í góðri gæslu og skoraði þrjú mörk og átti eina stoðsendingu.
Dylan Nai skoraði sex mörk fyrir Kielce og þeim Artsem Karalek og Théo Monar skoruðu fjögur mörk hvor.