- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andlát: Boris Bjarni Ak­bashev

Samsett mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -

Handknattleiksþjálfarinn Boris Bjarni Ak­bashev er látinn 89 ára gamall. Bor­is fædd­ist í Sov­ét­ríkj­un­um 12. júlí 1933 og var menntaður íþrótta­fræðing­ur. Hann lék með sov­éska landsliðinu í handknattleik á sjötta ára­tug síðustu ald­ar. Bor­is var tækni- og þrekþjálf­ari sov­éska landsliðsins með hlé­um á ár­un­um 1967 til 1972, m.a. á heims­meist­ara­mót­um og Ólymp­íu­leik­um.


Hingað til lands kom Boris fyrst 1980 og var ráðinn þjálfari karlaliðs Vals til tveggja ára. Sjö árum síðar kom hann á ný til Íslands og bjó hér á landi meira og minna eftir það. Boris þjálfaði í Ísrael tímabilið 1994/1995. Auk þess að þjálfa hjá Val um langt árabil var Boris aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins frá 1995 til 2001. Einnig þjálfaði Boris m.a. hjá Breiðabliki, ÍBV og Fjölni.


Bor­is fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt árið 1997 og tók þá upp nafnið Bjarni eins og lög kváðu á um á þeim árum.


Boris tók við þjálfun, Trud Moskva, sem síðan varð Kuntsevo Moskva, árið 1962, og þjálfaði liðið um ára­bil með afar góðum árangri.


Boris markaði djúp spor í íslenskan handknattleik og mótaði marga af fremstu handknattleiksmönnum Íslands með þjálfun sinni og leiðsögn hjá Val. Boris ein­beitti sér að tækni- og ein­stak­lingsþjálf­un hjá Val um ára­bil.


Bor­is læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Olgu, og tvö börn. Son­ur þeirra, Mickail, hef­ur einnig starfað við hand­knatt­leiksþjálf­un hér á landi. Barnabarn Borisar og Olgu, Maksim, hefur getið sér afar gott orð sem þjálfari barna og unglinga hjá íslenskum félagsliðum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -