- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea, Díana Dögg og félagar eru komar í úrslitahelgi bikarsins

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Blomberg-Lippe, með landsliðskonurnar Andreu Jacobsen og Díönu Dögg Magnúsdóttur innan sinna raða, komst í gærkvöld í undanúrslit, final4-helgina, í þýsku bikarkeppninni í handknattleik eftir sannfærandi sigur, 35:31, á Oldenburg á heimavelli.

Bikarmeistarar síðasta tímabils, TuS Metzingen með Söndru Erlingsdóttur, er hinsvegar úr leik að þessu sinni. TuS Metzingen tapaði fyrir HSG Bensheim/Auerbach á útivelli, 31:25. Sandra skoraði ekki í leiknum.

Aðsópsmiklar að venju

Andrea og Díana Dögg komu hinsvegar mikið við sögu hjá Blomberg-Lippe. Andrea skoraði þrjú mörk, gaf þrjár stoðsendingar auk þess að láta til sín taka í vörninni. Hún stal boltanum einu sinni af andstæðingunum og var í eitt skipti send í tveggja mínútna kælingu.

Díana Dögg aftur á móti skoraði ekki að þessu sinni en gaf tvær stoðsendingar og var með þrjú sköpuð færi. Einnig vann Eyjakonan andstæðing einu sinni af leikvelli.

Síðast fyrir þremur árum

Blomberg-Lippe hefur aldrei orðið bikarmeistari í Þýskalandi en lið félagsins komst síðast í úrslitahelgina fyrir þremur árum.

Auk HSG Bensheim/Auerbach og Blomberg-Lippe eru Borussia Dortmund og HB Ludwigsburg í undanúrslitum bikarkeppninnar á þessu ár. Leikir úrslitahelgar bikarkeppninnar verða að venju leiknir í Porsche-Arena í Stuttgart í mars á næsta ári.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -