- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea fór á kostum í lokaumferðinni

Andrea Jacobsen handknattleikskona hjá Kristianstad í Svíþjóð. Mynd/Kristianstad Handboll

Andrea Jacobsen fór á kostum í kvöld með Kristianstad þegar liðið gerði jafntefli við Kärra HF á útivelli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 26:26. Kristianstad hafnaði í 10. sæti og heldur sæti sínu í 12 liða deild. Kärra HF fellur í Allsvenskan en BK Heid, sem varð næst neðst, tekur þátt í umspili.


Andrea skoraði sjö mörk í níu skotum og átti fjórar stoðsendingar í leiknum í kvöld sem hugsanlega er hennar síðasti leikur með liðinu. Samningur hennar við Kristianstad er senn á enda. Andrea hefur verið hjá Kristianstad í fimm ár við afar góðan orðstír.

Kristianstad í 10. sæti og Skövde sem hreppti níunda taka hvorki þátt í úrslitakeppni um meistaratitilinn né í umspili um fall úr deildinni og segja má að þar með séu liðin komin í sumarfrí.

Tap á heimavelli hjá Lilju

Lilja Ágústsdóttir skoraði eitt mark úr tveimur skotum þegar Lugi tapaði á heimavelli fyrir Skara HK, 23:21. Lugi hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinanr og leikur væntanlega við Kungälvs í fyrstu umferð átta liða úrslitakeppninnar. Kungälvs hreppti fjórða sæti.

Sävehof varð deildarmeistari

Sävehof varð deildarmeistari eftir sigur á Stokkhólmsliðinu Skuru í kvöld, 28:24, á heimavelli Skuru. Liðin urðu jöfn að stigum en Sävehof stendur betur að vígi í innbyrðisviðureignum. Skuru er ríkjandi meistari.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -