- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea og Díana byrja á sigri – Sandra tapaði fyrir efsta liðinu

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Landsliðkonurnar þrjár sem leika í þýska handknattleiknum fór af stað í dag eftir frí í deildarkeppninni vegna Evrópumóts kvenna. Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir unnu stórsigur með liði sínu Blomberg-Lippe á Buxtehuder SV á heimavelli, 34:20, og færðist liðið upp í þriðja sæti. Sandra Erlingsdóttir og liðskonur TuS Metzingen töpuðu fyrir efsta liðinu, Borussia Dortmund, 33:29, í Dortmund. Borussia hefur unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum á leiktíðinni og gert eitt jafntefli. Er liðið ekkert lamb að leika við um þessar mundir.


Leikmenn Blomberg-Lippe og Buxtehuder SV skiptu mörkunum jafnt niður á milli hálfleika. Þegar gengið var til búningsklefa eftir fyrri hálfleik var staðan, 17:10, Blomberg í hag.

Andrea skoraði fjögur mörk, átti eina stoðsendingu, fiskaði einn andstæðing af leikvelli og stal boltanum einu sinni. Díana Dögg, sem lék nánast allan leikinn á miðjunni í sókn, skoraði tvö mörk, átti eina stoðsendingu, vann tvö vítaköst, varð til þess að einni úr liði andstæðinganna var vikið af leikvelli og vann tvö fráköst.

Nýr þjálfari hjá Söndru

Sandra skoraði eitt mark Metzingen sem lék í dag í fyrsta sinn undir stjórn nýs þjálfara, Miriam Hirsch, sem ráðinn var til félagsins fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Peter Woth hvarf frá störfum.

Emma Olsson fyrrverandi leikmaður Fram skoraði fimm mörk fyrir Borussia Dortmund og var einu sinni vikið af leikvelli.

Staðan í þýsku 1. deildinni í kvennaflokki:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -