- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea og Díana taka þátt í úrslitahelgi Evrópudeildarinnar

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Þýska handknattleiksliðð Blomberg-Lippe er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar í handknattleik þrátt fyrir tap á heimavelli í dag, 26:24, gegn spænsku meisturunum Super Mara Bera Bera. Blomberg-Lippe vann fyrri viðureignina á Spáni með þriggja marka mun, 28:25, fyrir viku.

Andrea Jacobsen skoraði fjögur mörk fyrir Blomberg-Lippe að þessu sinni.


Grípa varð til vítakeppni vegna þess að spænska liðið var þremur mörkum yfir, 22:19, eftir 60 mínútna leik í Lemgo í dag. Í vítakeppninni höfðu leikmenn Blomberg-Lippe betur.

Margir leikmenn Blomberg-Lippe eru meiddir um þessar mundir og var liðið aðeins með 11 útileikmenn á skýrslu auk tveggja markvarða. M.a. var Díana Dögg Magnúsdóttir ekki með. Hún er óðum að jafna sig eftir ristarbrot en var ekki komin með leikheimild frá lækni fyrir helgina.

Úrslitahelgin í Graz

Úrslitahelgi Evrópudeildar kvenna fer fram í Graz í Austurríki 3. og 4. maí. Auk Blomberg-Lippe hafa Thüringer frá Þýskalandi, Ikast frá Danmörku og franska liðið Dijon öðlast sæti í undanúrslitahelginni. Dregið verður á næstu dögum hvaða lið mætast í undanúrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -