- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andrea og samherjar í góðri stöðu eftir sigur í San Sebastián

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Andrea Jacobsen og liðsfélagar í þýska liðinu Blomberg-Lippe standa vel að vígi eftir sigur á Spánarmeisturum Super Amara Bera Bera, 28:25, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í handknattleik í dag. Leikurinn fór fram í San Sebastián á Spáni. Síðari viðureignin fer fram í Þýskalandi eftir viku.


Andrea lék afar vel og skoraði m.a. sex mörk í níu skotum en samherji hennar, Ona Vegue I Pena var markahæst með átta mörk.

Díana Dögg Magnúsdóttir er að jafna sig af ristarbroti fyrir tveimur mánuðum og var ekki með Blomberg-Lippe í leiknum.
Þýska liðið var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12.


Önnur úrslit í fyrri umferð átta liða úrslita:
Thüringer HC – SCM Ramnicu Valcea 35:29.
Ikast Håndbold – HC Dunarea Braila 32:30.
DA Bourgogne Dijon – HSG Bensheim/Auerbach 31:27.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -