- Auglýsing -

Andri Már er orðinn leikmaður HC Erlangen

- Auglýsing -


Andri Már Rúnarsson er orðinn leikmaður HC Erlangen í Þýskalandi. Félagið staðfesti komu hans klukkan 7 í morgun.

Landsliðsmaðurinn hefur undanfarin tvö ár leikið með SC DHfK Leipzig og þar áður í eitt ár með Stuttgart 2021 til 2022. Hann kom eftir það heim og lék með Haukum 2022 til 2023. Eftir það gekk Andri Már til liðs við SC DHfK Leipzig, fyrst til eins árs en eftir það til tveggja ára.

Andri Már var markahæsti Íslendingurinn í þýsku 1. deildinnni á síðustu leiktíð með 157 mörk auk þess að gefa 52 stoðsendingar í 33 leikjum.


Andri Már vildi losna frá SC DHfK Leipzig í vor í kjölfar þess að föður hans, Rúnari Sigtryggssyni, var sagt upp störfum þjálfara Leipzig. Undanfarna daga hefur verið unnið að samkomulagi á milli félaganna annarsvegar og Andra Más hinsvegar. Hann átti ár eftir af samningi við SC DHfK Leipzig.

Fram kom í fréttum í vikunni að SC DHfK Leipzig vildi fá 100 þúsund evrur í skiptum fyrir Andra Már, milli 14 og 15 millj. kr.

Andri Már verður 23 ára 21. ágúst. Hann byrjaði ungur að æfa og leika með unglingaakademíu SC DHfK Leipzig en gekk til liðs við Stjörnunar 2018 og var hjá liðinu í tvö ár. Leiktíðina 2020/2021 var Andri Már með Fram en gekk til liðs við Stuttgart og var í eitt ár, 2021 - 2022. Andri Már flutti heim og lék með Haukum 2022 - 2023 uns hann samdi við SC DHfK Leipzig sumarið 2023, eftir að hafa slegið í gegn með U21 árs landsliði Íslands á HMU21 árs hvað íslenska liðið hreppti bronsverðlaun.
Andri Már lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Grikkjum í Chalkida í mars. Landsleikir hans eru fjórir.

Andri Már hittir fyrir hjá HC Erlangen fyrrverandi samherja sinn hjá SC DHfK Leipzig, Viggó Kristjánsson. Viggó var seldur til HC Erlangen um áramótin frá SC DHfK Leipzig.

HC Erlangen er með bækistöðvar nærri Nürnberg. Liðið bjargaði sér á elleftu stundu frá falli úr efstu deild í vor eftir að hafa setið í fallsæti nánast frá fyrstu umferð. Á komandi leiktíð er stefnt á sókn og að komast á ný upp í a.m.k. miðja deildina.

Andri Már verður þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn til að leika með HC Erlangen. Sigurbergur Sveinsson reið á vaðið leiktíðina 2014/2015 þegar félagið átti í fyrsta sinn lið í efstu deild. Viggó Kristjánsson gekk til liðs við félagið um síðustu áramót og nú Andri Már.
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfaði HC Erlangen 2017 til 2020. Ólafur Stefánsson var aðstoðarþjálfari hjá liðinu 2022 til 2023.
Sveinn Jóhannsson samdi við HC Erlangen fyrir nokkrum árum en lék ekki með liðinu þegar á hólminn var komið. Meiðsli komu í veg fyrir að samningur Sveins tók ekki gildi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -