- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andri Már gengur til liðs við Hauka

Andri Már Rúnarsson fagnar einu af mörkum sínum á EM 20 ára landsliða í Porto. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Haukum hefur borist liðsauki fyrir átökin sem eru framundan í Olísdeild karla í handknattleik. Greint er frá því á Facebooksíðu Stuttgart í Þýskalandi að Andri Már Rúnarsson hafi óskað eftir að verða leystur undan samning við félagið og hann gangi nú þegar til liðs við Hauka.


Andri Már, sem er sonur Rúnars Sigtryggssonar þjálfara Hauka, samdi við Stuttgart sumarið 2021 og skrifaði undir langtímasamning.

Óhætt er að segja að um sé að ræða óvæntan hvalreka fyrir Hauka skömmu áður en flautað er til leiks í Olísdeildinni.


Andri Már er tvítugur leikstjórnandi og lék stór hlutverk með U20 ára landsliði Íslands á EM í Portúgal í sumar. Áður en hann gekk til liðs við Stuttgart lék hann í ár með Fram og var þar áður undir stjórn föður síns hjá Stjörnunni.


Haukar mæta KA í fyrstu umferð Olísdeildar karla á sunnudaginn.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -