- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andri Már og Þorsteinn verða eftir heima – EM-hópurinn tilkynntur

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið hvaða 18 leikmenn hann teflir fram á Evrópumótinu í handknattleik karla í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. Andri Már Rúnarsson, Leipzig og Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu, verða eftir heima af þeim 20 leikmönnum sem hafa verið við æfingar síðan 27. desember.


Tveir leikmenn hópsins taka þátt í sínu fyrsta stórmóti, Einar Þorsteinn Ólafsson og Stiven Tobar Valencia. Auk þess verður Óðinn Þór Ríkharðsson með íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á Evrópumóti en hann hefur tvisvar verðið með á HM, 2019 og 2023.

Neðantaldir 18 leikmenn fara í fyrramálið til Austurríkis til tveggja vináttuleiki við austurríska landsliðið á laugardag og mánudag og taka síðan þátt í Evrópumótinu. Fyrsti leikur Íslands á EM verður 12. janúar við Serbíu.

EM-hópurinn 2024

Markverðir: (leikir/mörk)
Björgvin Páll Gústavsson, Val (258/21).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (49/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (85/94).
Aron Pálmarsson, FH (168/644).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (105/365).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (2/0).
Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (37/68).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (66/157).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (51/113).
Haukar Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (23/28).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (72/114).
Kristján Örn Kristjánsson (Donni), PAUC (29/60)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (30/89).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (74/354).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (63/172).
Stiven Tobar Valencia, Benfica (6/6).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (44/114).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (76/3).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -