Andri Erlingsson, leikmaður ÍBV, var valinn leikmaður áttundu umferðar Olísdeildar karla þegar sérfræðingar Handboltahallarinar gerðu upp síðustu viðureignir í Olísdeildunum í þætti gærkvöldsins. Andra héldu engin bönd í leik ÍBV og KA í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann skoraði 12 mörk í 13 skotum og átti þar að auki sex stoðsendingar.
Elís Þór Aðalsteinsson samherji Andra var leikmaður 7. umferðar Olísdeildar.
Lið 8. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Daníel Montoro, Val, 2*.
Hægri skytta: Bernard Kristján Owusu Darkoh, ÍR, 2*.
Miðjumaður: Andri Erlingsson, ÍBV.
Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, 4*.
Vinsta horn: Jakob Ingi Stefánsson, ÍBV.
Línumaður: Kristján Ottó Hjálmsson, Aftureldingu.
Markvörður: Breki Hrafn Áranson, Fram.
Varnarmaður: Ingvar Dagur Gunnarsson, FH.
Þjálfari umferðarinnar: Sigursteinn Arndal, FH, 2*.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Leikmaður 8. umferðar: Andri Erlingsson, ÍBV.



