- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Andstæðingur Vals: HC Motor frá Úkraínu

Óskar Bjarni Óskarsson, hinn sigursæli þjálfari Vals. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

HC Motor hefur árum saman verið með sterkasta handknattleikslið Úkraínu. Aðallið félagsins var með bækistöðvar í Düsseldorf í Þýskalandi á síðustu leiktíð meðan ungmennalið félagsins lék í deildinni heimavið. HC Motor lék þá í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og átti einnig sæti í 2. deildinni í Þýskalandi sem gestalið.


HC Motor flutti heim í sumar. Um leið hætti Íslandsvinurinn Gintaras Savukynas þjálfun liðsins og einnig aðstoðarmaður hans, Roland Eradze. Úkraínumaðurinn Yuri Chornyi tók við þjálfun.

Úrvalsdeildin í handknattleik karla er í fullum gangi þótt landið eigi í stríði við Rússa eftir innrás Rússa í landið í lok febrúar 2022. M.a. má segja að lið HC Motor hafi flogið heim frá Evrópuleik í Póllandi á móti innrásarliði Rússa nóttina örlagaríku eins og Roland lýsti m.a. í samtali við handbolti.is daginn eftir.

Ósigraðir í deildinni

HC Motor er efst í úrvalsdeildinni með 21 stig eftir sjö umferðir. Allir leikmenn liðsins er Úkraínumenn enda hefur orðið að draga verulega saman frá þeim tíma þegar félagið átti lið í Meistaradeild Evrópu ár eftir ár með góðum árangri og hópi erlendra leikmanna.

Heimaleikur í Slóvakíu

HC Motor vann Handball Kaerjeng saman lagt með sjö marka mun, 64:57 (31:27 og 33:30), í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar á dögunum. Fyrri viðureignin fór fram í Lúxemborg. Sú síðari var leikin í Michalovce í Slóvakíu á laugardaginn.

Leikir 3. umferðar eða 32 liða úrslita, eiga að fara fram 25. og 26. nóvember og 2. og 3. desember. Innan nokkurra daga ætti að skýrast hvort liðin nýta heimaleikjarétt sinn eða kjósa að leika báða leikina heima eða að heiman. Ef leikið verður heima og að heima fer síðari leikurinn fram á heimavelli Vals.

Tengt efni:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -