- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Austurríki, Belgía, Slóvakía og Úkraína bíða íslensku liðanna

Leikmanna FH bíða leikir við belgískt félagslið í 32 -liða úrslitum. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Óhætt er að segja að íslensku félagsliðin fjögur sem eru í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla hafi verið misjafnlega lánsöm þegar dregið var í 3. umferð keppninnar í morgun.

  • Valur á fyrir höndum leiki við úkraínska meistaraliðið HC Motor sem flutt er heim til hins stríðshrjáða lands eftir veru í Þýskalandi á síðasta tímabili. Fyrri viðureignin verður á heimavelli HC Motor. Í síðustu umferð lék HC Motor heimaleik sinn við gegn Handball Kaerjeng frá Lúxemborg í Michalovce í Slóvakíu.
  • Afturelding mætir meistaraliði Slóvakíu til margra ára, Tatran Presov, og á fyrri viðureignina heima ef liðin velja þann kostinn.
  • Íslandsmeistarar ÍBV mæta austurríska liðinu Förthof UHK Krems og er fyrri viðureignin áætluð ytra.
  • FH-ingar sem slógu út RK Partizan frá Serbíu um helgina eiga fyrir höndum þægilegra ferðalag í næstu umferð ef leikið verður heima og að heiman. Andstæðingur FH verður belgíska liðið Sezoens Achilles Bocholt sem er með bækistöðvar í bænum Bocholt, norðaustur af Brussel, skammt frá landamærum Belgíu og Hollands.
Leikir 3. umferðar eða 32 liða úrslita, eiga að fara fram 25. og 26. nóvember og 2. og 3. desember. Innan nokkurra daga ætti að skýrast hvort liðin nýta heimaleikjarétt sinn eða kjósa að leika báða leikina heima eða að heiman.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -