Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir leika með, tapaði öðrum leiknum í röð með eins marks mun í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna í gærkvöld. Liðið tapaði fyrir MOL Esztergom, 33:32, en leikið var í Esztergom í Ungverjalandi.
Andrea skoraði 5 mörk, gaf 1 stoðsendingu, stal boltanum einu sinni, varði 1 skot og var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.
Díana Dögg skoraði 3 mörk, gaf 5 stoðsendingar, var með 4 sköpuð færi, stal boltanum einu sinni og náði einu sinni frákasti.
Elín Rósa gaf 4 stoðsendingar, fiskaði 1 vítakast og vann einn andstæðing af leikvelli.
Blomberg-Lippe er neðst í B-riðli án stiga eftir tvær umferðir. MOL Esztergom hefur einn vinning en liðið tapaði fyrir Nykøbing Falster Håndbold í fyrstu umferð fyrir viku. Franska liðið Chambray Touraine, sem vann Blomberg-Lippe, 23:22, fyrir viku mætir Nykøbing Falster Håndbold í Frakklandi í dag.
Blomberg-Lippe tekur á móti Nykøbing Falster Håndbold á heimavelli eftir viku.





