Íslenska landsliðið verður með Ungverjalandi, Póllandi og Ítalíu í F-riðli Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 15. janúar til 1. febrúar á næsta ári. Dregið var síðdegis í leikhúsinu í Herning á Jótlandi.
Leikir í riðli Íslands fara fram í Kristianstad 16., 18. og 20. janúar. Tvö lið komast áfram í milliriðla sem leiknir verða í Malmö 23., 25. 27. og 28. janúar. Tvö efstu lið D- og E-riðls taka einnig sæti í þeim milliriðli.
16. janúar: Ísland - Ítalía.
18. janúar: Ungverjaland - Ísland.
20. janúar: Pólland - Ísland.
Aftur í Kristianstad
Ungverjar var sá andstæðingur sem íslenska liðið fékk úr efsta styrkleikaflokki. Lið þjóðanna mætast þar með á ný í Kristianstad en þau leiddu saman hesta sína í eftirminnilegum leik á sama stað á HM 2023. Viðureignin sú endaði ekki vel fyrir íslenska liðið á endasprettinum.
Landslið Íslands og Ungverjalands voru einnig saman í riðli á EM 2024 í Þýskalandi. Ungverjar unnu viðureignina örugglega, 33:25, sem fram fór í München.

Ítalía í fyrsta sinn
Pólverjar drógust í riðil Íslands úr þriðja styrkleikaflokki og Ítalía úr fjórða flokknum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland og Ítalía mætast í lokakeppni á stórmóti. Ítalska landsliðið verður nú með á EM í fyrsta sinn frá 1998.
Íslendingar verða í L, K og J svæðum í Kristianstad Arena.
Riðalskipting og leikstaðir:
A-riðill (Herning): | B-riðill (Herning): |
Þýskaland | Danmörk |
Spánn | Portúgal |
Austurríki | N-Makedónía |
Serbía | Rúmenía |
C-riðill (Ósló): | D-riðill (Ósló): |
Frakkland | Slóvenía |
Noregur | Færeyjar |
Tékkland | Svartfj.land |
Úkraína | Sviss |
E-riðill (Malmö): | F-riðill (Kristianstad): |
Svíþjóð | Ungverjaland |
Króatía | Ísland |
Holland | Pólland |
Georgía | Ítalía |