- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað HM í röð flýja leikmenn frá Kamerún

Bertin Njantou Tabeth landsliðsþjálfari Kamerún kallar inn á leikvöllinn í viðureigninni við Svíþjóð í Gautaborg í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Annað heimsmeistaramótið í röð getur landslið Kamerún ekki stillt upp fullskipuðu liði, 16 leikmönnum, í leikjum sínum. Á HM á Spáni fyrir tveimur árum stungu fimm leikmenn af og nú urðu tveir leikmenn eftir meðan landsliðið var í æfingabúðum í Frakklandi fyrir HM. Í Caen í Frakklandi léku Kamerúnar tvo leiki um helgina áður en HM hófst.


Fjórtán leikmenn komu til Svíþjóðar. Þeir eru ennþá í liðinu. Á HM á Spáni hurfu fjórir leikmenn út í myrkrið á miðju móti.
Fimmti hvarf af hóteli landsliðsins á meðan keppnin um forsetabikarinn stóð yfir með þeim afleiðingum að síðasta leiknum voru aðeins ellefu leikmenn á skýrslu.

Landslið Kamerún komst í milliriðla á mótinu að þessu sinni. Liðið tapaði illa fyrir Svíum í gær, 37:13. Næsta viðureign verður við Króata á morgun áður en milliriðlakeppninni lýkur með viðureign við Senegal.

Bágu ástandi í Kamerún er kennt um flótta handknattleikskvennanna.

Komu fram í Belgíu

Flótti handknattleikskvenna Kamerún er því miður ekkert einsdæmi. Skemmst er að minnast þess þegar 10 leikmenn U19 ára landsliðs Búrúndi hurfu út í nóttina undir lok heimsmeistaramóts 19 ára karlalandsliða í Króatíu í ágúst. Þeir komust til Belgíu þar sem þeir gáfu sig fram við þarlend yfirvöld í september. Óskuðu þeir eftir hæli í Belgíu.

Vitað er að konurnar fimm sem flýðu landsliðshóp Kamerún á HM Spáni fyrir tveimur árum hafa fest rætur á Spáni í samfélagi landa sinna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -