- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað Íslendingaliðið komast áfram en hitt féll úr leik

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir landsliðskona og leikmaður Kristianstad HK. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kristianstad HK komst í kvöld áfram í átta liða úrslit sænsku bikarkeppninnar í handknattleik með öðrum sigri sínum á Eskilstuna Guif á heimavelli, 34:25. Samanlagt vann Kristianstad með 20 marka mun, 70:50, en leikið er heima og að heiman í 16 og átta liða úrslitum bikarkeppninnar í Svíþjóð, jafnt í kvenna- sem karlaflokki.

Annað lið Íslendinga, Skara HF, féll úr leik eftir samanlagt eins marks tap í tveimur viðureignum fyrir Gautaborgarliðinu Önnereds.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad HK en hún fór á kostum og var maður leiksins í fyrri viðureigninni í Eskilstuna í síðustu viku. Berta Rut Harðardóttir, sem einnig leikur með Kristianstad HK, skoraði eitt mark.

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Skara HF í þriggja marka tapi fyrir Önnereds í Gautaborg í kvöld, 26:23. Skara vann fyrri viðureignina á heimavelli sínum með tveggja marka mun, 25:23. Þar af leiðandi hafa Aldís Ásta og samherjar lokið keppni í bikarkeppninni á þessari leiktíð.

Deildin hefst á laugardaginn

Keppni í sænsku úrvalsdeildinni hefst á laugardaginn. Kristianstad leikur á útivelli í HK Aranäs. Skara sækir Skuru heim á mánudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -