- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annað tap ÍBV – FH-ingar voru lengi í gang – úrslit og staðan

Einar Bragi Aðalsteinsson, FH, og Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi, verða á á fullu með liðum sínum í leikjum kvöld, hvor á sínum leikvelli. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar ÍBV töpuðu öðrum leik sínum í Olísdeildinni á leiktíðinni í kvöld þegar þeir sóttu Gróttumenn heim í hörkuleik í rífandi góðri stemningu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi, 35:31. Á sama tíma lögðu FH-ingar liðsmenn Selfoss, 37:26, í Kaplakrika eftir að hafa verið lengi í gang gegn botnliðinu.

Blés ekki byrlega

Það blés ekki byrlega fyrir Gróttu á upphafsmínútum leiksins í Hertzhöllinni í kvöld. ÍBV skoraði fimm fyrstu mörkin og virtust ætla að slá upp veislu. Önnur varð raunin. Grótta svaraði fyrir sig með fimm mörkum áður en ÍBV skoraði sitt sjötta mark og komst yfir á ný. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 16:14, í ÍBV í vil.

Einar Baldvin Baldvinsson, Antoine Óskar Pantano, Ari Pétur Eiríksson, Elvar Otri Hjálmarsson og fleiri kátir með sigurinn. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Fjögur mörk í röð

Framan af síðari hálfleik var leikurinn jafn áður en Gróttumenn náðu frábærum kafla og skoruðu fjögur mörk í röð og komust yfir, 24:21, þegar 12 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Forskotinu, sem þarna náðist, tókst ÍBV aldrei að vinna upp.

Bjarki Bóasson dómari sýnir Kára Kristjáni bláa spjaldið sjö og hálfri mínútu fyrir leikslok. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Kára var sýnt rautt og blátt

Dánjal Ragnarsson minnkaði muninn í 27:26 þegar 10 mínútur voru eftir. Nær komust leikmenn ÍBV ekki. Þeir urðu síðan fyrir áfalli þegar Kára Kristjáni Kristjánssyni var vikið af leikvelli með rautt spjald sjö og hálfri mínútu fyrir leikslok í stöðunni, 29:26. Rauða spjaldið bætti gráu ofan á svart því hvorki Arnór Viðarsson né Dagur Arnarsson gátu leikið með ÍBV vegna meiðsla.

Jakob Ingi Stefánsson fagnar með áhorfendum. Hörður Aðalsteinsson dómari gefur merki um gilt mark. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Jakob og Ágúst öflugir

Jakob Ingi Stefánsson og Ágúst Ingi Óskarsson léku afar vel fyrir Gróttu. Jakob skoraði til að mynda 10 mörk í 13 skotum og skoraði mikilvæg mörk þegar liðið náð þriggja marka forskotinu, 24:21.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildunum.

Símon Michael Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir FH í kvöld. Tryggvi Sigurberg Traustason leikmaður Selfoss fylgist varnarlaus með. Mynd/J.L.Long

FH rauk í gang

Selfyssingar stóðu í FH-ingum framan af leik í Kaplalrika og voru m.a. með yfirhöndina, 11:10, um tíma. Eftir leikhlé FH-inga hresstust leikmenn inni á vellinum. FH var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13, og réð svo lögum og lofum í síðari hálfleik.
Þetta var annar sigur FH í röð og hefur liðið þar með sex stig eins og Valur og Afturelding. Valur á leik inni gegn Fram annað kvöld.

Grótta – ÍBV 35:31 (14:16).

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 10/1, Ágúst Ingi Óskarsson 7, Elvar Otri Hjálmarsson 4, Jón Ómar Gíslason 3, Ari Pétur Eiríksson 3, Andri Fannar Elísson 3/1, Hannes Grimm 2, , Ágúst Emil Grétarsson 2, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 10, 25,6% – Shuhei Narayama 0.

Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 8, Elmar Erlingsson 7/3, Daniel Esteves Vieira 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Gauti Gunnarsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Sveinn Jose Rivera 2, Dánjal Ragnarsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 3/1, 9,1% – Petar Jokanovic 2/1, 28,6%.

FH – Selfoss – 37:26 (18:13).

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/4, Jóhannes Berg Andrason 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Daníel Matthíasson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Aron Pálmarsson 3, Atli Steinn Arnarson 2, Birgir Már Birgisson 1, Ágúst Birgisson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 9, 29% – Axel Hreinn Hilmisson 2, 33,3%.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9/2, Hannes Höskuldsson 4, Hans Jörgen Ólafsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Sæþór Atlason 3, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Gunnar Kári Bragason 1, Jason Dagur Þórisson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 6, 16,7% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 3, 30%.

Nánari tölfræði úr leikjunum er hægt að kynna sér hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -