- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar fer frá Gróttu til Fram

Ólafur Brim Stefánsson t.v. tekur í höndina á Bjarna Kristni Eysteinssyni, formanni handknattleiksdeildar Fram. Mynd/Fram.
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Brim Stefánsson hefur yfirgefið Gróttu eftir tveggja ára veru og skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Ólafur Brim hefur verið einn helsti burðarás Gróttuliðsins í Olísdeildinni, jafnt í vörn sem sókn og var m.a. þriðji markahæsti leikmaður liðsins með 92 mörk á síðasta keppnistímabili. Til Gróttu kom Ólafur Brim frá Val.


Ólafur Brim er annar leikmaðurinn á skömmum tíma sem kýs að ganga til liðs við Fram frá Gróttu. Hinn er Ívar Logi Styrmisson. Þess utan hefur Framliðið samið við Luka Vukicevic og Marko Coric sem eiga að fylla skarðið sem Vilhelm Poulsen og Rógva Dal Christiansen skilja eftir sig.

Spennandi tímar

„Eftir tvö góð ár í Gróttu fannst mér tími til komin að breyta til og finna nýja áskorun í handboltanum. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að skipta yfir í Fram. Fram er með ungt og efnilegt lið og góðan þjálfara og stjórn. Félagið er búið að styrkja sig með nokkrum leikmönnum og hefur flutt sig yfir í Úlfarsárdal í nýtt húsnæði. Þannig að þetta er mjög spennandi tími framundan og ég er viss um að ég mun styrkja liðsheildina. Kvennalið Fram er frábært og vonandi náum við að fylgja þessu eitthvað eftir í vetur,“ er haft eftir Ólafi Brim í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram í dag.

Smellpassar í hópinn

„Við í Fram erum gríðarlega ánægð að fá Ólaf Brim til liðs við okkur. Ólafur er ungur leikmaður með mikla hæfileika og hefur sannað sig sem afar fjölhæfur leikmaður í efstu deild. Ólafur er duglegur og ósérhlífinn og hefur viljann til að ná enn lengra. Slíkir leikmenn smellpassa inn í okkar framtíðarplön í Fram og bindum við miklar vonir við að hann vaxi enn frekar í okkar góða umhverfi,“ segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður handknattleiksdeildar Fram í sömu tilkynningu.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -