Fjölnir vann annan leik sinn í Grill 66-deild kvenna í kvöld er liðið lagði Fram 2, 32:24, í síðasta leik 4. umferðar í Fjölnishöllinni. Staðan var 17:11 að loknum fyrri hálfleik en Fjölnisliðið var með gott forskot allan síðari hálfleikinn.
Reyndir leikmenn Fjölnisliðsins, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir og Berglind Benediktsdóttir fóru fyrir liðinu að þessu sinni. Stefanía var öflug á línunni og Berglind batt saman vörnina og var aðsópsmikil í sókninni.
Fjölnir er kominn upp í 5. sæti af átta liðum deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki. Fram hefur einn vinning.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.
Mörk Fjölnis: Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 9, Berglind Benediktsdóttir 8, Signý Harðardóttir 3, Matthildur Lóa Baldursdóttir 3, Vera Pálsdóttir 3, Sara Kristín Pedersen 2, Tinna Björg Jóhannsdóttir 2, Hildur Sóley Káradóttir 1, Rósa Kristín Kemp 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 13.
Mörk Fram 2: Sara Rún Gísladóttir 9, Birna Ósk Styrmisdóttir 3, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 3, Sylvía Dröfn Stefánsdóttir 3, Natalía Jóna Jensdóttir 2, Katla Kristín Hrafnkelsdóttir 2, Silja Jensdóttir 1, Guðrún Eiríksdóttir 1.
Varin skot: Arna Sif Jónsdóttir 12, Þórdís Idda Ólafsdóttir 3.